Vinsamlegast gangið inn í neyslurýmið, sem er hér til hliðar, þar sem þið fáið vambmikinn viðurgerning.
Pétur Þorsteinsson
Pétur Þorsteinsson

Pétur Þorsteinsson

Undanfarin mörg ár hefi ég verið í Samstarfsnefnd trúar- og lífsskoðunarfélaga.

Þar hittast menn og ræða málefni þessara mjög svo margvíslegu félagasamtaka. Málefnin eru rædd, og starfa fulltrúar þessara mörgu sjónarmiða í sátt og samlyndi. Eru eins og bræður og systur saman. Hvort sem menn eru Krists, Múhameðs, Búdda, Hindúa, Baháa, Ása eða annarra lífsskoðana. Ekki hef ég rekist á neinn ágreining þar um tákn eða hvað annað sem þeirra félög standa fyrir. Því kom það mér mjög svo á óvart, að frá kirkjugörðunum skyldi koma fram tillaga um að fella burtu krossinn úr merki þeirra.

Grillaður eða grafinn, þegar ert tilbúinn undir tréverk

Hið eina örugga í þessu lífi er það, að við hverfum burtu úr því, og erum sett í timburkistu. Huga að þeim þætti, helst áður

...