Mikið var um dýrðir í Parísarborg í gær, en þá var þess minnst að áttatíu ár voru liðin frá því að borgin var frelsuð úr höndum þýska hersins í síðari heimsstyrjöld. Var m.a. haldin vegleg skrúðganga, þar sem fólk brá sér í klæði franskra og…
— AFP/Alain Jocard

Mikið var um dýrðir í Parísarborg í gær, en þá var þess minnst að áttatíu ár voru liðin frá því að borgin var frelsuð úr höndum þýska hersins í síðari heimsstyrjöld. Var m.a. haldin vegleg skrúðganga, þar sem fólk brá sér í klæði franskra og bandarískra hermanna frá tímum stríðsins, ásamt því að Sherman-skriðdrekar og Willys-jeppar keyrðu um götur borgarinnar.

Þá var franski fáninn dreginn að hún við Eiffel-turninn til minningar um slökkviliðsmenn borgarinnar, sem héldu að turninum þegar borgin var frelsuð til þess að taka niður nasistafánann sem hafði blakt þar í fjögur ár og flögguðu þeim franska í staðinn.

Hátíðahöldunum lauk svo um kvöldið með tónleikum við ráðhús Parísarborgar.