Númi Már, Guðmundur Rafn, Óliver Örn, Kristófer Erik og Aron Þorsteinn eru vinir sem allir búa í Fögrusíðu á Akureyri. Þeir félagarnir ákváðu að setja upp sölubás á leikvellinum og seldu þar djús, kirsuber og kleinur til þyrstra og svangra nágranna sinna, ásamt ýmsu dóti. Þeir komu svo færandi hendi til Rauða krossins með afraksturinn, 4.320 krónur.