Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Aðeins um erfðaefni Framsóknar.

Verðbólgan hefur verið umkvörtunarefni svo lengi sem ég man eftir mér þannig að það var áhugavert að heyra tilgátu fjármálaráðherra um að það væri í DNA Íslendinga að sætta okkur við verðbólguna. Ef svo er þá er verðbólgan líklega íslenskari en allt íslenskt – meðfædd.

Hið rétta er auðvitað að með tilkomu Ólafslaganna árið 1979 var verðtryggingin innleidd á Íslandi. Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lagði fram lagafrumvarp sem veitti heimild til verðtryggingar. Framsókn leiddi í lög þá reglu að fjármagnseigendur skyldu varðir með belti og axlaböndum.

En aftur að DNA-inu. Sættum við okkur við háa verðbólgu? Ég get ekki séð það miðað við kröfurnar sem gerðar hafa verið í kjarasamningum að undanförnu. Miðað við áskoranir til stjórnvalda að taka

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson