Breiðablik er komið upp í toppsæti Bestu deildar karla í fótbolta, í bili hið minnsta, eftir dramatískan útisigur á ÍA á Akranesi í gærkvöldi, 2:1. Stefndi allt í 1:1-jafntefli þegar Ísak Snær Þorvaldsson var felldur innan vítateigs og Erlendur Eiríksson dæmdi víti
Árbær Fylkismaðurinn Þóroddur Víkingsson með boltann á heimavelli sínum í gær. Ólafur Guðmundsson og Björn Daníel Sverrisson elta hann.
Árbær Fylkismaðurinn Þóroddur Víkingsson með boltann á heimavelli sínum í gær. Ólafur Guðmundsson og Björn Daníel Sverrisson elta hann. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Breiðablik er komið upp í toppsæti Bestu deildar karla í fótbolta, í bili hið minnsta, eftir dramatískan útisigur á ÍA á Akranesi í gærkvöldi, 2:1. Stefndi allt í 1:1-jafntefli þegar Ísak Snær Þorvaldsson var felldur innan vítateigs og Erlendur Eiríksson dæmdi víti.

Höskuldur Gunnlaugsson er ein besta vítaskytta landsins og hann skoraði, tryggði Breiðabliki sigurinn og skaut uppeldisfélaginu á toppinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Hlynur Sævar Jónsson Skagamönnum yfir á 63. mínútu. Breiðablik neitaði að gefast upp því Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði á 82. mínútu og Höskuldur gerði sitt í lokin.

Breiðablik er nú með 43 stig, þremur stigum meira en meistarar Víkings

...