Erna Björg Sverrisdóttir
Erna Björg Sverrisdóttir

Seðlabankinn gat ekki tekið aðra ákvörðun en að halda vöxtum óbreyttum til þess að halda trúverðugleika. Ólíklegt er að vextir lækki á þessu ári.

Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, í Dagmálum.

„Ef þú hefðir spurt einhvern fyrir ári hvað myndi gerast ef við héldum vöxtum í 9,25%, flestir hefðu verið svartsýnni á ganginn í hagkerfinu,“ segir Erna.

Spurð hvort það sé ekki tiltölulega stutt síðan aðhaldið varð hæfilegt þar sem raunvextir urðu ekki 4% fyrr en um sex mánuðum síðan svarar hún því játandi og segir ljóst að fólki sé tamt að horfa á hverjir nafnvextir eru og hugsi ekki endilega vextina með tilliti til verðbólgu. Ekki megi gleyma því að aðeins eitt ár er frá því að vextir voru hækkaðir í 9,25% og það taki yfirleitt 12-18 mánuði að

...