Stykki þýðir margt en hér skal aðeins nefnt að orðtakið þegar til stykkisins kemur merkir: þegar til á að taka, þegar til alvörunnar kemur, þegar á reynir

Stykki þýðir margt en hér skal aðeins nefnt að orðtakið þegar til stykkisins kemur merkir: þegar til á að taka, þegar til alvörunnar kemur, þegar á reynir. „Þegar til stykkisins kom flúðu allir af hólmi nema ég.“ (Hugsað dæmi.) Hver hefði vænst þess, sem Mergur málsins upplýsir, að það er úr dönsku: når det kommer til stykket?