„Kjötsúpuhátíð er orðin föst í sessi hér á svæðinu; viðburður sem fólk hér hlakkar til enda er þátttakan jafnan góð. Öll svona skemmtun byggist alltaf mikið á virkri þátttöku íbúa og frumkvæði þeirra
Matur Súpu ausið í skálina í landbúnaðarbænum Hvolsvelli.
Matur Súpu ausið í skálina í landbúnaðarbænum Hvolsvelli.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Kjötsúpuhátíð er orðin föst í sessi hér á svæðinu; viðburður sem fólk hér hlakkar til enda er þátttakan jafnan góð. Öll svona skemmtun byggist alltaf mikið á virkri þátttöku íbúa og frumkvæði þeirra. Menningarviðburðir eru ekki eitthvað sem eingöngu er búið til á bæjarskrifstofunni, þó íbúar geti þangað sótt stuðning og liðsinni vegna góðra verka í þágu fjöldans,“ segir Sigurmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra.

...