Dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir sat fundinn.
Dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir sat fundinn. — Morgunblaðið/Eggert

Norrænu þjóðirnar virðast vera samstiga þegar kemur að stefnu varðandi vegabréfsáritanir og hvernig megi koma í veg fyrir misnotkun á því kerfi ef mið er tekið af ályktun eftir fund norrænna ráðherra í Noregi um miðjan mánuðinn. Hittust ráðherrarnir til að ræða mál sem tengjast alþjóðlegri vernd og fólksflutningum.

„Meðal þess sem var rætt var hvernig beita megi vegabréfsáritunarstefnu til þess að hafa áhrif á endursendingar og endurviðtöku þriðju ríkja á eigin ríkisborgurum sem og hvernig megi koma í veg fyrir misnotkun á sameiginlegu vegabréfsáritunarkerfi okkar til að vernda ytri landamæri Schengen-svæðisins og verndarkerfið. Ráðherrarnir álíta það forgangsverkefni að koma í veg fyrir tilhæfulausar umsóknir um alþjóðlega vernd frá einstaklingum frá ríkjum sem eru undanþegin vegabréfsáritun eða einstaklingum sem fengið hafa útgefna Schengen-áritun,“ segir m.a. í ályktuninni og það

...