Gilbert úrsmiður ehf. er eitt þekktasta fyrirtækið á Laugavegi, en úrsmiðurinn Gilbert Ólafur Guðjónsson hefur starfað sem slíkur í 57 ár, Sigurður Björn sonur hans hefur unnið hjá honum í úrsmíðinni síðan 1991 og Gilbert Arnar Sigurðsson bættist í…
Þrír ættliðir Gilbert Arnar, Gilbert eldri og Sigurður Björn vinna saman og hlakka til hvers dags.
Þrír ættliðir Gilbert Arnar, Gilbert eldri og Sigurður Björn vinna saman og hlakka til hvers dags. — Morgunblaðið/Anton Brink

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Gilbert úrsmiður ehf. er eitt þekktasta fyrirtækið á Laugavegi, en úrsmiðurinn Gilbert Ólafur Guðjónsson hefur starfað sem slíkur í 57 ár, Sigurður Björn sonur hans hefur unnið hjá honum í úrsmíðinni síðan 1991 og Gilbert Arnar Sigurðsson bættist í hópinn eftir að hann útskrifaðist frá danska úrsmíðaskólanum ZBC í ársbyrjun. „Það er frábært fyrir mig, gamla karlinn, að hafa tvo ættliði með mér,“ segir Gilbert eldri.

Gilbert Arnar hóf verknám hjá afa sínum 2019. Hann segist hafa kíkt reglulega við á verkstæðinu frá unga aldri og þegar hann byrjaði í Tækniskólanum í Reykjavík hafi hann oft skroppið í heimsókn án þess að tengjast vinnustaðnum frekar sem slíkum. Hann hafi reynt fyrir sér í grafískri hönnun og á tölvubraut en ekki fundið sig á þeim

...