Helgi Björnsson, jöklafræðingur og prófessor emeritus við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur stórhættulegt að bjóða upp á ferðir í íshella yfir sumartímann. Hellarnir taki stöðugum breytingum yfir sumarið þegar jökullinn er á meiri hreyfingu. Bíða ætti fram á haust með að fara í slíkar ferðir.

„Þá er kannski hægt að fara þarna inn og þannig hafa nú þessar ferðir verið til að skoða þessa íshella. Til skamms tíma var þetta bara gert á haustin, í október eða nóvember þegar bráðnun er búin og komin kyrrð yfir þetta og leysingar búnar,“ segir Helgi í samtali við Morgunblaðið.

Einn lést og annar slasaðist alvarlega þegar ísfarg féll á ferðamenn í íshellaskoðun í Breiðamerkurjökli á sunnudag. Maðurinn sem lést og konan sem slasaðist í íshellinum voru par frá Bandaríkjunum. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi en konan flutt með

...