Klerkastjórnin í Íran fagnaði í gær eldflauga- og drónaárás hryðjuverkasamtakanna Hisbollah á Ísrael á sunnudaginn og sagði hana til marks um að Ísraelsstjórn gæti ekki lengur varist slíkum loftárásum, jafnvel þó að Ísraelsher hefði lýst því yfir að …

Klerkastjórnin í Íran fagnaði í gær eldflauga- og drónaárás hryðjuverkasamtakanna Hisbollah á Ísrael á sunnudaginn og sagði hana til marks um að Ísraelsstjórn gæti ekki lengur varist slíkum loftárásum, jafnvel þó að Ísraelsher hefði lýst því yfir að hann hefði orðið fyrri til og náð að koma í veg fyrir að árásin ylli skaða með sínum eigin loftárásum.

Leiðtogi Hisbollah-samtakanna, Hassan Nasrallah, sagði á sunnudaginn að árás samtakanna hefði náð að hitta Glilot-herstöðina, en hún er sögð hýsa aðalbækistöðvar ísraelsku leyniþjónustunnar, Mossad. Ísraelsher sagði hins vegar að herstöðin hefði ekki orðið fyrir eldflaug eða dróna.

Nasser Kanani, talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að yfirlýsingar Ísraelsríkis um að árás Hisbollah hefði farið út um þúfur væru einungis tilraunir til þess að fela „kunnar staðreyndir“, og að „hryðjuverkaherinn“

...