Betri eru góðir embættismenn en góð lög. Hér vantar slíka sem vandir eru að virðingu sinni. Forgjöfin í golfinu verður að mæta afgangi.
Einar S. Hálfdánarson
Einar S. Hálfdánarson

Einar S. Hálfdánarson

Réttarvörslukerfi er samheiti yfir lögreglu og dómstóla og stofnanir hins opinbera sem halda uppi lögum eða eiga öllu heldur að gera það. Yfir réttarvörslukerfinu trónir dómsmálaráðuneytið og á að hafa eftirlit með því. Á því er mikill misbrestur að mínu mati. Á Íslandi hefur t.a.m. allt landamæraeftirlit og fylgni við útlendingalög verið í skötulíki um langa hríð. Ég hef margbent á brestina og dómsmálaráðuneytið hefur viðurkennt sök sína með þögninni.

Ríkissaksóknari og ný yfirstjórn lögreglu er „vók“

Það er skjalfest að útlendingar með dvalarleyfi hér hafa hvatt til drápa á gyðingum „hvar sem til þeirra næst“ og þar með á Íslandi. Í Danmörku er undantekningarlaust ákært fyrir slíkt grafalvarlegt atferli, og það tafarlaust, og dómar falla að bragði. Hér aðhefst

...