Eitt fórnarlambanna sem ráðist var á í alvarlegri hnífstunguárás við Skúlagötu í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt er drengur af erlendum uppruna. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, í samtali við Morgunblaðið
Stunguárás Einn brotaþola í málinu er drengur af erlendum uppruna.
Stunguárás Einn brotaþola í málinu er drengur af erlendum uppruna. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Eitt fórnarlambanna sem ráðist var á í alvarlegri hnífstunguárás við Skúlagötu í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt er drengur af erlendum uppruna. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, í samtali við Morgunblaðið.

Hann gat ekki veitt nánari upplýsingar um uppruna drengsins.

Aðspurður segir hann að árásin sé ekki rannsökuð sem hatursglæpur. Ef það sé raunin muni rannsóknin leiða það í ljós og það verði þá sérstaklega skoðað.

Óljóst hvort tengsl séu

...