Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson

Kjaramál Dags B. Eggertssonar fv. borgarstjóra eru ofarlega á baugi, en hin fjárvana Reykjavíkurborg á einmitt í kjaraviðræðum og tíu milljón króna útborgun hennar til Dags fyrir ótekið orlof frá fyrri árum athyglisvert innlegg í þær. Þessu kann Dagur illa og agnúast á Facebook bæði út í fréttir Morgunblaðsins og ritstjórnargreinar um það.

Sérstaklega nefndi hann dæmi um að nafngreindir bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins hefðu hér áður fyrr fengið slíkt gert upp við starfslok. Degi er samt ljóslega engin vörn í því, öðru nær, því þar hefur einmitt verið tekið fyrir slíkt bix. Og raunar í Reykjavík líka. Bara ekki fyrr en eftir að Dagur hafði fengið þetta smáræði.

Honum mislíkaði einnig að rætt væri um ótekið orlof allt að tíu ár aftur í tímann, en það verður hann að eiga við Þorstein Gunnarsson borgarritara, sem einmitt tiltók

...