Dáður Ólafur Elíasson er meðal þeirra sem verk eiga á Chart-kaupstefnunni.
Dáður Ólafur Elíasson er meðal þeirra sem verk eiga á Chart-kaupstefnunni. — Morgunblaðið/Ásdís

Galleríið i8 tekur þátt í Chart-myndlistarmessunni sem haldin verður í Charlottenborg í Kaupmannahöfn 29. ágúst til
1. september.

Sýning i8 verður á verkum þekktra listamanna sem tengjast sögu gallerísins og þar af mörgum sem teljast merk en líka nýlegum verkum. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Birgir Andrésson, Ingólfur Arnarsson, Ólafur Elíasson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Roni Horn, Callum Innes, Ragnar Kjartansson, Ragna Róbertsdóttir, Karin Sander og Lawrence Weiner.

Galleríið var stofnað í Reykjavík árið 1995 og er með verk eftir margra virta og kunna listamenn, bæði lífs og liðna. Galleríið er til húsa að Tryggvagötu 16 í miðbæ Reykjavíkur og má finna frekari upplýsingar um listamennina og verk þeirra á vefnum i8.is.

...