Viðgerð er lokið á gangbrautinni yfir Neshaga gegnt Melaskóla. Ljósin í malbikinu eru því farin að lýsa á nýjan leik. Það kemur sér vissulega vel nú þegar tekið er að skyggja og skólarnir teknir til starfa eftir sumarfríið
Við Melaskóla Það er tilkomumikið að koma að gangbrautinni þegar byrjað er að skyggja og ljósin lýsa skært.
Við Melaskóla Það er tilkomumikið að koma að gangbrautinni þegar byrjað er að skyggja og ljósin lýsa skært. — Morgunblaðið/sisi

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Viðgerð er lokið á gangbrautinni yfir Neshaga gegnt Melaskóla. Ljósin í malbikinu eru því farin að lýsa á nýjan leik. Það kemur sér vissulega vel nú þegar tekið er að skyggja og skólarnir teknir til starfa eftir sumarfríið. Börnin ættu að vera öruggari þegar þau ganga yfir Neshagann á leið í og úr skóla.

Gangbrautin sem um ræðir er hluti af tilraunaverkefni með snjallgangbrautir, sem hleypt var af stokkunum árið 2020. Gangbrautin við Melaskóla var útbúin árið 2021 og samanstendur af ljósum í malbiki, staur sem lýsir upp gangbrautina að ofan og umferðarmerki fyrir gangbraut í ljósaskilti. Lýsingin í malbikinu bilaði og hefur verið unnið að lagfæringu hennar að undanförnu.

Tilkynnt var í júlí árið 2020 að til stæði á næstunni að setja upp

...