Fyrsta veiði- og fræðsluferð haustsins með nemendur 6. bekkjar í skólum Akureyrar og Eyjafjarðar var farin í gær með bátnum Húna II. Þetta er 18. árið sem farið í þessar ferðir. Um er að ræða samstarfsverkefni félagsins Hollvina Húna II,…
Veiðiferð Nemendur úr 6. bekk Síðuskóla um borð í Húna II í gær.
Veiðiferð Nemendur úr 6. bekk Síðuskóla um borð í Húna II í gær. — Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

Fyrsta veiði- og fræðsluferð haustsins með nemendur 6. bekkjar í skólum Akureyrar og Eyjafjarðar var farin í gær með bátnum Húna II. Þetta er 18. árið sem farið í þessar ferðir.

Um er að ræða samstarfsverkefni félagsins Hollvina Húna II, Akureyrarbæjar, Samherja og auðlindadeildar Háskólans á Akureyri.

Verkefnið nefnist „Frá öngli til maga“ og er markmiðið að auka áhuga og skilning nemendanna á lífríki hafsins, sjómennsku og hollustu sjávarfangs. Siglt var út á Eyjafjörð í gær þar sem rennt var fyrir fisk.

Vel aflaðist í fyrstu siglingunni og mikil ánægja ríkti meðal krakkanna, sem sumir hverjir voru að fara á sjóinn í fyrsta sinn. Í ferðinni veiddist m.a. þorskur, ýsa og steinbítur.

Eftir fræðslu um

...