Samvinna, samheldni og sameiginlegir draumar eru einkunnarorð listahátíðarinnar Hamraborgar Festival 2024 sem fer nú fram í Kópavogi í fjórða sinn. Á hátíðinni, sem hefst á fimmtudag og stendur til 5
Hamraborg Joanna Pawlowska, Sveinn Snær Kristjánsson og Agnes Ársælsdóttir sýningarstjórar hátíðarinnar.
Hamraborg Joanna Pawlowska, Sveinn Snær Kristjánsson og Agnes Ársælsdóttir sýningarstjórar hátíðarinnar. — Morgunblaðið/Anton Brink

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

Samvinna, samheldni og sameiginlegir draumar eru einkunnarorð listahátíðarinnar Hamraborgar Festival 2024 sem fer nú fram í Kópavogi í fjórða sinn. Á hátíðinni, sem hefst á fimmtudag og stendur til 5. september, verða haldnir ýmsir viðburðir vítt og breitt um Hamraborgarsvæðið, svo sem listasýningar, gjörningar, tónleikar og smiðjur. Þá verða uppákomur jafnt á söfnum og í sýningarrýmum sem og í matvörubúðum og jafnvel á strætóstoppum.

„Við sjáum Hamraborg fyrir okkur sem uppsprettu tækifæra og stað þar sem hægt er að láta sig dreyma. Það væri hægt að halda Hamraborg Festival í 100 ár og hún yrði aldrei eins,“ segir Agnes Ársælsdóttir sýningarstjóri hátíðarinnar í samtali við Morgunblaðið. „Einkunnarorðin samvinna, samheldni og sameiginlegir

...