Sæsnigill, sem nefndur er svartserkur, er ný framandi tegund í fjörum hér við land. Áður hafði hann einungis fundist við austurströnd Kyrrahafs og á Kanaríeyjum, Grænhöfðaeyjum og Madeira í Atlantshafi, að því er kemur fram í vísindagrein sem…
Sæsniglar Eggjasekkir svartserks eru frekar stórir og áberandi.
Sæsniglar Eggjasekkir svartserks eru frekar stórir og áberandi. — Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Sæsnigill, sem nefndur er svartserkur, er ný framandi tegund í fjörum hér við land. Áður hafði hann einungis fundist við austurströnd Kyrrahafs og á Kanaríeyjum, Grænhöfðaeyjum og Madeira í Atlantshafi, að því er kemur fram í vísindagrein sem starfsmenn Hafrannsóknastofnunar og Náttúrustofu Suðvesturlands hafa birt á vef Cambridge-háskóla.

Vísindamennirnir telja líklegast að dýrin hafi borist til Íslands með skipum, annaðhvort í kjölvatni eða sem ásætur.

Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að fyrst varð vart við eggjasekki svartserks, sem eru frekar stórir og áberandi, árið 2020 í Sandgerði og síðar sáust þeir í Fossvogi. Í júní 2022 fundust eggjasekkir við innanverðan Breiðafjörð en í ágúst 2023 fundust fyrstu dýrin í Breiðafirði.

Greint var frá þessari nýju fjörulífveru

...