Mörkin eru stutt á milli, skotmörk sem önnur

Utanríkisráðherra Bandarkjanna, Antony J. Blinken, hefur síðustu vikur flakkað á milli aðila „fyrir botni Miðjarðarhafs“ svo helst minnti á Henry Kissinger, náinn ráðgjafa bandarískra forseta og að síðustu utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Ekki skal efast um það, að Blinken hafi langt sig mjög fram í sínum fjölmörgu flugferðum, en hitt er jafn rétt, að þarna var svo sannarlega enginn Henry Kissinger á ferð. Sú kempa lést rúmlega 100 ára gömul og hafði skellt sér skömmu áður í heimsókn til Kína til að halda upp á tímamótin og hafði þá nýlega sent frá sér athyglisverða bók! Og auðvitað má benda á Blinken til afsökunar, að þeir verða seint bornir saman sem jafningjar, forsetar þessara tveggja, Nixon forseti annars vegar og Joe Biden hins vegar, en sá síðarnefndi var hrakinn einkar dapurlega úr embætti og með óþarflega niðurlægjandi hætti af helstu trúnaðarmönnum hans og bestu vinum

...