Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Fjöldi aurskriða féll á norðanverðu landinu, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum í úrhellisrigningunni og í kjölfar hennar, sérstaklega á föstudag og laugardag. Þegar leið á helgina minnkaði úrkoman. „Það hefur dregið verulega úr skriðuhættu. Það hefur verið lítil úrkoma síðasta sólarhringinn,“ sagði Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í gær.

Fjölmargar tilkynningar um skriður bárust til skriðuvaktar Veðurstofunnar um helgina. „Við erum ennþá að fá tilkynningar en flestar virðast skriðurnar hafa fallið á föstudag og laugardag. Við höfum ekki fengið tilkynningar um neinar skriður sem fallið hafi í dag eða frá því snemma í gærmorgun,“ sagði Magni.

Að sögn hans er fjöldi aurskriðanna

...