Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul lauk á fjórða tímanum í gær eftir að í ljós kom að enginn reyndist vera undir ísfarginu sem talið var að hefði fallið á fjóra ferðamenn. Leit hafði staðið yfir síðan seinni partinn á sunnudag eftir að…
Leit Talið er að hátt í 250 manns hafi komið að leitar- og björgunaraðgerðum á Breiðamerkurjökli.
Leit Talið er að hátt í 250 manns hafi komið að leitar- og björgunaraðgerðum á Breiðamerkurjökli. — Ljósmynd/Ingólfur Guðni Einarsson

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul lauk á fjórða tímanum í gær eftir að í ljós kom að enginn reyndist vera undir ísfarginu sem talið var að hefði fallið á fjóra ferðamenn.

Leit hafði staðið yfir síðan seinni partinn á sunnudag eftir að lögreglunni barst tilkynning um að íshellir í Breiðamerkurjökli hefði hrunið. Karlmaður frá Bandaríkjunum lést og unnusta hans slasaðist. Talið var að tveir til viðbótar hefðu lent undir ísfarginu en svo reyndist ekki.

Karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi á sunnudag en konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi þar sem hún liggur enn. Líðan hennar er stöðug og er hún ekki talin í lífshættu.

...