Kristófer Acox, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í körfuknattleik, meiddist illa á hné þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af oddaleik Vals og Grindavíkur í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins á Hlíðarenda hinn 29
Íslandsmeistari Kristófer Acox hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu KR og tvívegis með Val.
Íslandsmeistari Kristófer Acox hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu KR og tvívegis með Val. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Körfubolti

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Kristófer Acox, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í körfuknattleik, meiddist illa á hné þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af oddaleik Vals og Grindavíkur í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins á Hlíðarenda hinn 29. maí.

Vinstri hnéskelin fór í tvennt hjá Kristófer og þá slitnaði sin í hnénu í þokkabót en þrátt fyrir áfallið tókst Valsmönnum að vinna oddaleikinn, 80:73, og Íslandsbikarinn fór því á loft á Hlíðarenda í fjórða sinn í sögu félagsins.

Framherjinn hefur þurft að gangast undir þrjár aðgerðir í sumar vegna meiðslanna, en hann gekk til liðs við Valsmenn frá uppeldisfélagi sínu KR og hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari.

...