Lýðræðið hefur óneitanlega mörg andlit

Svo sjálfhverf sem við erum gefum við okkur að lýðræðisríki heimsins, sem eru í minnihluta, lúti öll sömu lögmálum. En áttum okkur svo á að það sem gengi í einu lýðræðisríki yrði fordæmt í öðru.

Víða í grónum lýðræðisríkjum vantar oft upp á að lýðræðislegar aðferðir tryggi að atkvæði kjósenda hafi sama gildi. Meirihluti atkvæða á landsvísu þýðir ekki að annað taki mið af því. Og ekki heldur að slíkt ríki búi við lýðræðislegan skort. Við horfum til Bandaríkjanna, sem eru í kastljósi núna, og sjáum að í kosningabaráttu flokkanna er helst horft til nokkurra ríkja, sem sagt er að gætu ráðið úrslitum í haust. Þau eru kölluð ríkin sem „sveiflast“. Og af hverju það? Jú, reynslan sýnir að þar ræðst iðulega hver verður forseti Bandaríkjanna.

Nú myndu margir ætla að þar sé horft til Kaliforníu, Flórída eða Texas, sem eru fjölmenn ríki.

...