Ummerkin um rigningarnar sjást víða fyrir norðan. Davíð Hjálmar Haraldsson horfði yfir Eyjafjörð: Í syndaflóði sækir margt á land; á Súlumýrum veit ég steypireyði, skonnorta í Skíðadal er strand og skerið Kolbeinsey á Vaðlaheiði

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Ummerkin um rigningarnar sjást víða fyrir norðan. Davíð Hjálmar Haraldsson horfði yfir Eyjafjörð:

Í syndaflóði sækir margt á land;

á Súlumýrum veit ég steypireyði,

skonnorta í Skíðadal er strand

og skerið Kolbeinsey á Vaðlaheiði.

Friðrik Steingrímsson sér samt rofa til í Mývatnssveitinni:

Hlé á skúrum aðeins er

og í beran himin sér,

sólin skín og svei mér þá

mér sýnist vera‘að þorna á.

Annar Mývetningur, Þura í Garði, orti á sínum tíma:

Enn þá rignir úti

...