Undirritaður hefur áður tjáð sig um hina kostulegu þætti Love is Blind sem Netflix-streymisveitan hefur nú haft til sýningar um árabil. Í fljótu bragði má segja að þættirnir snúist um að etja saman fólki og láta það fara á „blind…
Love is Blind Bretarnir brosa sínu breiðasta.
Love is Blind Bretarnir brosa sínu breiðasta. — Skjáskot/Netflix

Stefán Gunnar Sveinsson

Undirritaður hefur áður tjáð sig um hina kostulegu þætti Love is Blind sem Netflix-streymisveitan hefur nú haft til sýningar um árabil. Í fljótu bragði má segja að þættirnir snúist um að etja saman fólki og láta það fara á „blind stefnumót“, þar sem það bókstaflega sér ekki hinn aðilann, nema sá ákveði að fara á skeljarnar og biðja viðkomandi að giftast sér. Fólkið fær þá að sjást í fyrsta sinn, og það sem meira er; það verður að ákveða sig á ca. mánuði hvort það vilji virkilega giftast þessu greppitrýni sem leyndist á bak við vegginn.

Einn helsti gallinn við þennan þátt hefur að mínu mati verið sá að flestallir sem taka þátt í þeim eru „sjónvarpsfallegir“ og því hefur spurningin um hvort „ástin sé blind“ sjaldan skipt

...