Íslenski þorskurinn ætti að vera jafn vel þekktur í heiminum fyrir gæði og ítalska tískumerkið Gucci.
Guðmundur segir að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að byggja sér upp sína sjálfstæðu fjölmiðlun með eigin vefsíðum og samfélagsmiðlum.
Guðmundur segir að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að byggja sér upp sína sjálfstæðu fjölmiðlun með eigin vefsíðum og samfélagsmiðlum. — Morgunblaðið/Anton Brink

Auglýsingastofan Pipar\TBWA var í vor valin auglýsingastofa ársins á ÍMARK deginum, en ÍMARK eru samtök íslensks markaðsfólks. Pipar\TBWA hefur verið í fremstu röð á Íslandi og nýtur þess að vera í samstarfi við eina stærstu keðju auglýsingastofa í heiminum, TBWA.

„Við höfum verið í efstu þremur sætunum síðastliðin tíu ár. Við höfum nokkrum sinnum náð á toppinn, eins og í ár. Það er gaman að endurheimta toppsætið,“ segir Guðmundur í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hann segir að nokkrir mælikvarðar séu jafnan lagðir til grundvallar við val á auglýsingastofu ársins. Þar á meðal sé hugmyndaauðgi.

„Það hefur verið helsta söluvara okkar síðustu ár. Hér innanhúss er hópur fólks með mikla og góða reynslu. Í þessum bransa er fólkið einmitt aðalatriðið, því hugmyndir og ráðgjöf eru það

...