Vöxtur í íslenskum eftirlitsiðnaði

Ýmis merki eru uppi um samdrátt í atvinnulífi, en það á ekki við um opinber umsvif.

Viðskiptaráð Íslands kynnti í gær þarfa úttekt á opinberu eftirlitsumhverfi, en niðurstaðan er sú að opinbert eftirlit standi samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Hér hafi óþarflega íþyngjandi útfærslur orðið fyrir valinu, auk þess sem fjöldi og umsvif hérlendra eftirlitsstofnana séu mun meiri en í helstu grannríkjum.

Ekkert af þessu þarf að koma á óvart og á það hefur margsinnis verið bent á þessum stað. Bæði um eftirlitsumhverfið allt og einstakar stofnanir, sem gerst hafa frekari til fjörsins en hæfilegt má teljast; jafnvel farið út fyrir ramma lagaheimilda og góðrar lýðræðishefðar.

Í úttekt Viðskiptaráðs er dregið fram að í landinu starfi um 1.600 manns við svokallað sérhæft eftirlit hjá ótal stofnunum,

...