Dagbók Í landi sársaukans ★★★★· Eftir Alphonse Daudet. Gyrðir Elíasson þýðir og ritar inngang. Dimma, 2024. Kilja, 109 bls.
Rithöfundurinn Alphonse Daudet skrifar óvenjulega dagbók um glímu sína við ólæknandi sjúkdóm sem fylgdu miklar kvalir.
Rithöfundurinn Alphonse Daudet skrifar óvenjulega dagbók um glímu sína við ólæknandi sjúkdóm sem fylgdu miklar kvalir.

Bækur

Einar Falur Ingólfsson

Fyrir sex áratugum gaf Mál og menning út þýðingu Helga Jónssonar á hinu hrífandi verki franska höfundarins Alphonse Daudets (1840-1897) Bréf úr myllunni minni. Það er óvenjulegt en um leið fallega heildstætt bókmenntaverk sem hefur verið skilgreint sem safn smásagna en samanstendur af ýmiss konar sagnaþáttum, ævintýrum og stemningum sem fanga andrúmsloft Provence-héraðs í Suður-Frakklandi. Daudet var rúmlega tvítugur blaðamaður í París þegar hann hreifst af verkum skáldsins Mistals sem var frá Provence og vildi Daudet kynnast betur sérstöku tungumáli og menningu þess fallega svæðis. Hann hélt því suður á bóginn og sökkti sér í próvensku menninguna, sem varð honum

...