Árlegar fjárfestingar í raforkukerfinu á Íslandi munu fara stigvaxandi á næstu fimm árum og ná allt að 200 milljörðum árið 2028. Þetta kemur fram í nýútkomnum Raforkuvísum Orkustofnunar. Fyrirséð er að fjárfestingar raforkugeirans geti orðið allt að …
Lónsstaða í lónum virkjana er ekki nægjanlega góð að sögn Björns Arnars Haukssonar.
Lónsstaða í lónum virkjana er ekki nægjanlega góð að sögn Björns Arnars Haukssonar. — Morgunblaðið/RAX

Árlegar fjárfestingar í raforkukerfinu á Íslandi munu fara stigvaxandi á næstu fimm árum og ná allt að 200 milljörðum árið 2028. Þetta kemur fram í nýútkomnum Raforkuvísum Orkustofnunar.

Fyrirséð er að fjárfestingar raforkugeirans geti orðið allt að 20% af heildarfjárfestingum á Íslandi um nokkurra ára skeið við lok áratugarins.

Björn Arnar Hauksson, deildarstjóri greininga og gagnavinnslu hjá Orkustofnun, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þar með verði fjárfestingar raforkugeirans orðnar svipaðar að umfangi og þær voru á árunum 2004-2008 þegar m.a. Kárahnjúkavirkjun var í smíðum.

Til samanburðar hafa fjárfestingar raforkugeirans undanfarin ár verið á bilinu 5-10% af heildarfjárfestingum á Íslandi.

Stærstur hluti fjárfestinga í raforkukerfinu er

...