Öll aðildarfélög kennara í Kennarasambandi Íslands eru með lausa kjarasamninga og eiga enn ósamið við ríki og sveitarfélög. Hlé var gert á kjaraviðræðunum í sumar og hefur ekki verið boðað til formlegra samningafunda eftir sumarleyfin en óformleg samtöl og þreifingar hafa þó átt sér stað
Kennarar Ósamið er við ríki og sveitarfélög og staðan erfið.
Kennarar Ósamið er við ríki og sveitarfélög og staðan erfið. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Öll aðildarfélög kennara í Kennarasambandi Íslands eru með lausa kjarasamninga og eiga enn ósamið við ríki og sveitarfélög. Hlé var gert á kjaraviðræðunum í sumar og hefur ekki verið boðað til formlegra samningafunda eftir sumarleyfin en óformleg samtöl og þreifingar hafa þó átt sér stað.

Mikil óþreyja er komin í kennara sem vilja fara að landa samningi að sögn Guðjóns Hreins Haukssonar, formanns Félags framhaldsskólakennara (FF). Kjarasamningur félagsins rann

...