Mark Zuckerberg
Mark Zuckerberg

Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri tæknirisans Meta, lýsti því yfir í gær að fyrirtæki sitt hefði orðið fyrir þrýstingi frá bandarískum stjórnvöldum um að taka niður ýmsa pósta sem tengdust heimsfaraldri kórónuveirunnar og að rangt hefði verið af Bandaríkjastjórn að beita slíkum þrýstingi.

Yfirlýsing Zuckerbergs kom í bréfi sem hann sendi dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem hann svaraði spurningum nefndarinnar um nokkur álitamál sem tengjast Meta og Facebook.

Í bréfi sínu sagði Zuckerberg meðal annars að háttsettir embættismenn í ríkisstjórn Bidens Bandaríkjaforseta hefðu „ítrekað þrýst á teymi okkar í marga mánuði að fjarlægja visst efni tengt Covid-19, þar á meðal grín og háðsádeilur, og látið í ljós mikinn pirring við teymin okkar þegar við vorum ekki sammála“. Sagði Zuckerberg að yfirmenn Meta hefðu

...