Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fagnaði 40 ára afmæli í ár.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fagnaði 40 ára afmæli í ár. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Um 254 m.kr. söfnuðust í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í ár, sem er langhæsta upphæð sem safnast hefur í hlaupinu til þessa. Fyrra metið var sett í fyrra, þegar um 199 m.kr. söfnuðust. Afraksturinn af söfnuninni rennur óskiptur til 180 góðgerðarfélaga.

Frá árinu 2007 hafur þátttakendum í hlaupinu staðið til boða að hlaupa fyrir góð málefni. Árið 2010 fór áheitasöfnun fyrst fram í gegnum hlaupastyrkur.is en síðan þá hafa safnast tæplega 1,7 ma.kr. sem hafa runnið til góðgerðarfélaga.