Guðmundur segir að ekki eigi að hætta að auglýsa í kreppu.
Guðmundur segir að ekki eigi að hætta að auglýsa í kreppu. — Morgunblaðið/Anton Brink

Eins og alkunna er sveiflast rekstur auglýsingastofa gjarnan eftir efnahagsástandinu. Oft er sagt að þær séu með fyrstu fyrirtækjum til að finna fyrir samdrætti. Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri Pipars/TBWA segist ekki hafa fundið fyrir mikilli dýfu á markaðinum síðustu misseri. Viðskiptin hafi verið nokkuð stöðug síðustu tvö ár. „Ég bjóst við dýfu á síðasta ári í þessu ástandi. Kjarasamningagerð, óhagstætt vaxtastig og fleira hefði getað valdið samdrætti hjá auglýsingastofum en það gerðist ekki. En það er erfitt að spá um næstu mánuði. Við sjáum jafnan stutt fram í tímann.“

Framkvæmdastjórinn ítrekar gildi þess fyrir fyrirtæki að spara ekki við sig í markaðssetningu og auglýsingabirtingum þegar kreppir að. „Við höfum alltaf sagt, og gögnin segja það mjög skýrt líka, að þeir sem halda sjó í samdrætti og halda áfram að minna á sig komi best út þegar kreppunni lýkur. En

...