Nú í sumar eru 20 ár liðin frá fyrstu skóflustungunni sem tekin var að álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Á tímamótum sem þessum er viðeigandi að líta um öxl og skoða áhrifin sem þessi stóra ákvörðun hefur haft á austfirskt samfélag og ekki síður á landið í heild
Fyrsta skóflustungan að álveri Fjarðaáls 8. júlí 2004 F.v. Tómas Már Sigurðsson, þáv. forstjóri Alcoa Fjarðaáls, Guðmundur Bjarnason, þáv. bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Bernt Reitan, þáv. forstjóri Alcoa á heimsvísu, Valgerður Sverrisdóttir, þáv. iðnaðarráðherra, og Andy Graig, yfirmaður námu- og málmasviðs Bechtel, aðalverktaka álversbyggingarinnar.
Fyrsta skóflustungan að álveri Fjarðaáls 8. júlí 2004 F.v. Tómas Már Sigurðsson, þáv. forstjóri Alcoa Fjarðaáls, Guðmundur Bjarnason, þáv. bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Bernt Reitan, þáv. forstjóri Alcoa á heimsvísu, Valgerður Sverrisdóttir, þáv. iðnaðarráðherra, og Andy Graig, yfirmaður námu- og málmasviðs Bechtel, aðalverktaka álversbyggingarinnar.

Atvinnulíf

Vigdís Diljá Óskarsdóttir

Stjórnandi samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa

Nú í sumar eru 20 ár liðin frá fyrstu skóflustungunni sem tekin var að álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Á tímamótum sem þessum er viðeigandi að líta um öxl og skoða áhrifin sem þessi stóra ákvörðun hefur haft á austfirskt samfélag og ekki síður á landið í heild.

„Heillaspor fyrir þjóðina í heild“

Þegar samningar um að Alcoa myndi reisa álver á Reyðarfirði voru undirritaðir í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 2003 sagði Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðarráðherra: „Það er bjargföst trú mín að nú hafi verið stígið heillaspor fyrir þjóðina í heild. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu kalla á viðsnúning á Austurlandi. Í fyrsta

...