Þórarinn Björn Gunnarsson bifreiðasmiður, fæddur í Reykjavík 25. október 1938. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund 12. ágúst 2024.

Þórarinn Björn var sonur hjónanna Gunnars Björnssonar, húsa- og bifreiðasmiðs, f. 1904, d. 1992, og Margrétar Björnsdóttir bankaritara, f. 1902, d. 1981.

Þórarinn Björn gekk í Lauganesskóla og síðan Iðnskólann í Reykjavík. Eftirlifandi kona Þórarins Björns er Ólafía B. Matthíasdóttir húsmóðir, f. 1939. Þau giftust 1958, bjuggu saman lengst af í Hraunbæ í Reykjavík en fluttu síðan í Hörðukór í Kópavogi.

Björn þeirra hjóna eru 1. Gunnar, f. 1958, eiginkona Xiuying Cui, f. 1972. 2. Jónína, f. 1959, eiginmaður Jóhann Garðarsson, f. 1958. 3. Ragnar, f. 1962, sambýliskona Steinunn Tómasdóttir, f. 1961. 4. Matthías, f. 1974, eiginkona Hulda Soffía Arnbergsdóttir,

...