„Í þessu handriti eru þýddar á íslensku fimmtíu og tvær klausur sem lýsa ýmsum krankleikum og viðeigandi lækningum við þeim, ásamt útlistunum á lækningamætti jurta og annarra efna. Handritið er birtingarmynd útbreiðslu vinsælla arabískra og…
Handrit AM 655 xxx 4to Hér er sýnishorn af handritinu með læknisráðunum.
Handrit AM 655 xxx 4to Hér er sýnishorn af handritinu með læknisráðunum.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Í þessu handriti eru þýddar á íslensku fimmtíu og tvær klausur sem lýsa ýmsum krankleikum og viðeigandi lækningum við þeim, ásamt útlistunum á lækningamætti jurta og annarra efna. Handritið er birtingarmynd útbreiðslu vinsælla arabískra og latneskra lækningatexta sem bárust til Íslands að öllum líkindum í gegnum Danmörku og Noreg,“ segir Brynja Þorgeirsdóttir, lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, en hún ætlar að segja frá elsta varðveitta lækningatexta á norrænu tungumáli, á málþingi í Kakalaskála á laugardag. Brynja er ein af fjórum sem þar halda erindi á málþinginu, hvers yfirskrift er: Húmor, stjörnur, börn og lækningar: Manneskjan á Sturlungaöld.

„Handritið er frá seinni hluta þrettándu aldar og hefur safnmarkið AM

...