Leiðréttar kortaveltutölur gefa til kynna að líklega sé talsvert meiri kraftur í einkaneyslunni en áður var talið. Athygli vekur að kortavelta Íslendinga erlendis hefur aukist umtalsvert. Hagfræðingar sem ViðskiptaMogginn ræddi við búast við hægum vexti í einkaneyslu á næstu misserum.

Í Peningamálum sem Seðlabankinn gaf út samhliða vaxtaákvörðun kemur fram að leiðréttu kortaveltutölurnar benda til áframhaldandi vaxtar einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands jukust árstíðarleiðrétt neysluútgjöld heimila um 1,8% milli fjórðunga á fyrsta fjórðungi ársins sem er heldur meira en sá 1,3% vöxtur sem gert var ráð fyrir í maíspá bankans. Milli ára jókst einkaneysla um 0,2% en í maí hafði verið gert ráð fyrir að hún héldi áfram að dragast saman eins og á seinni hluta síðasta árs. Þróun einkaneyslu á

...