Hagfræðingarnir Þórður Gunnarsson og Jón Bjarki Bentsson.
Hagfræðingarnir Þórður Gunnarsson og Jón Bjarki Bentsson.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir hagkerfið þróttmeira nú en flestir hafi gert ráð fyrir. Meðal annars birtist það í kraftmeiri ferðaþjónustu í sumar en vísbendingar voru uppi um. Hann segir Seðlabankann vera í erfiðri stöðu. Sumir mælikvarðar vísi í þá átt að hægja sé tekið verulega á en annars staðar virðist gangurinn vera mikill. Líkir hann stöðu bankans við mann sem standi með annan fótinn ofan í sjóðandi heitu vatni en hinn í klakavatni.

Þórður Gunnarsson ­hagfræðingur tekur í sama streng en þeir eru gestir Dagmála. Bendir Þórður þó í máli sínu á eina hagstærð sem Seðlabankinn hafi ekki fjallað um opinberlega og það er veltuhraði peninga í hagkerfinu. Nefnir hann að bandaríski seðlabankinn notist meðal annars við þennan mælikvarða þegar mat er lagt á kólnun eða hitnun í hagkerfinu. Tölur úr íslenska hagkerfinu bendi einmitt til þess að nú sé tekið að hægja verulega á umsvifum í hagkerfinu. Það sýni þróun veltuhraðans í fleiri niðursveiflum

...