Með því að stækka vísitöluna og taka bæði mið af seljanleika og stærð fyrirtækja endurspeglar Úrvalsvísitalan betur markaðinn og býður upp á meiri áhættudreifingu fyrir fjárfesta og sjóði sem fylgja henni.

Hlutabréfamarkaður

Finnbogi Rafn Jónsson

Framkvæmdastjóri viðskipta og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.

Í byrjun árs tók gildi ný og endurbætt aðferðarfræði Úrvalsvísitölunnar OMXI15 þar sem félögum var fjölgað úr 10 í að hámarki 15 félög.

Með nýrri og endurbættri aðferðarfræði er bæði horft til seljanleika og stærðar félaga við hálfsársendurskoðun félaga í vísitölunni, en áður var einungis tekið mið af seljanleika. Veltumestu félögunum á íslenska markaðnum er raðað upp og valið er í vísitöluna þar til hún fangar 80% af flotleiðréttu markaðsvirði markaðarins eða hún nær 15 félögum, hvort sem kemur á undan. Með floti er átt við þau bréf sem raunverulega eru líkleg til að ganga kaupum og sölum á markaðnum. Þannig eru bréf í eigu langtímafjárfesta,

...