Víða hafa íbúar upplifað óöryggi þegar byggðarlög hafa lokast af í lengri og skemmri tíma landleiðina.
Bjarni Jónsson
Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson

Það var stór og langþráður áfangi fyrir Húnvetninga þegar framkvæmdir við efnisskipti og lagningu bundins slitlags á Blönduósflugvöll hófust á dögunum og ekki síður að verkið verður klárað í einum áfanga. Eftir áralanga baráttu heimamanna og okkar sem höfum lagt henni lið er verkið í höfn.

Tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu skiptir miklu fyrir búsetuöryggi. Þar gegnir sjúkraflug um Blönduósflugvöll lykilhlutverki fyrir íbúa í Húnavatnssýslum og þann fjölda fólks sem ferðast þar um. Á Blönduósi eins og víðar um land hefur margvíslegri þjónustu verið hagrætt í burtu eins og veigamikilli bráðaþjónustu. Af þeim sökum er öruggt aðgengi að sjúkraflugi vegna alvarlegra veikinda eða slysa lífsnauðsyn. Við þekkjum að landleiðin inn og út úr héraðinu hefur lokast jafnvel dögum saman og þar fara 700.000 bílar um á ári. Einnig hafa

...