Ég gekk upp að fallegu húsi á Völlum í Svarfaðardal þar sem rauður gamall traktor var við heimreiðina og falleg sumarblóm prýddu stéttina sem ekki höfðu látið á sjá eftir sólarleysið. Hjónin Bjarni og Hrafnhildur reka Litlu sveitabúðina í húsinu sem …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Ég gekk upp að fallegu húsi á Völlum í Svarfaðardal þar sem rauður gamall traktor var við heimreiðina og falleg sumarblóm prýddu stéttina sem ekki höfðu látið á sjá eftir sólarleysið. Hjónin Bjarni og Hrafnhildur reka Litlu sveitabúðina í húsinu sem selur fjölda vara beint frá býli, ber, gæs, bleikju, ís, sultur og osta. Allt frá þeim eða nánasta nágrenni. Ég smakkaði gómsætu sulturnar þeirra og ísinn á meðan við áttum spjall um hvað betur mætti fara til að styðja við slíka framleiðslu og verslun. Dagurinn var bæði veisla fyrir bragðlaukana og nýjar hugmyndir.

Heimsóknin var hluti af dagskrá minni þegar ég var með skrifstofuna mína í Dalvíkurbyggð á dögunum. Þar kynntist ég nýju fólki og fyrirtækjum. Hélt opinn viðtalstíma, átti gott spjall við kennara og heimsótti rótgróin fyrirtæki og ný auk þess sem ég kynntist öflugustu hátæknivinnslu landsins. Ég sá spennandi áform og heyrði af áskorunum sem beinast

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir