Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir opnar sýninguna Fölbjartur skærdjúpur í Listvali gallery á morgun, fimmtudaginn 29. ágúst, kl. 16-18. „Í verkum sínum skoðar listakonan gjarnan birtingarmyndir kerfa, hvernig einstaklingurinn er undir áhrifum þeirra, en um …
Myndlist Ingunn Fjóla skoðar gjarnan birtingarmyndir kerfa í list sinni.
Myndlist Ingunn Fjóla skoðar gjarnan birtingarmyndir kerfa í list sinni.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir opnar sýninguna Fölbjartur skærdjúpur í Listvali gallery á morgun, fimmtudaginn 29. ágúst, kl. 16-18.

„Í verkum sínum skoðar listakonan gjarnan birtingarmyndir kerfa, hvernig einstaklingurinn er undir áhrifum þeirra, en um leið mótar þau og virkjar í eigin þágu,“ skrifar listfræðingurinn Karina Hanney Marrero í sýningartexta. Á sýningunni segir hún að megi „sjá samtal litríkra, ofinna málverka sem eru í senn kerfisbundin og sett fram til að glæða skilningarvit áhorfandans. Þessi innbyggða tvíhyggja verkanna, efnis og anda, kerfis og skynjunar, markar endurtekið stef innan rannsóknarsviðs listakonunnar sem leikur sér gjarnan að því að skoða þá togstreitu og í raun þá þversögn sem einkennir blæbrigði mannlegrar tilveru.“

Ingunn Fjóla (f. 1976) útskrifaðist með MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og BA-gráðu í myndlist frá sömu stofnun árið 2007.