Með börnum og mökum Á myndina vantar Hrönn Róbertsdóttur og Ólaf Teit Guðnason.
Með börnum og mökum Á myndina vantar Hrönn Róbertsdóttur og Ólaf Teit Guðnason.

Svanhildur Gísladóttir fæddist 29. ágúst 1949 á Selfossi og var þar með foreldrum sínum í æsku þar til þau fluttu til Siglufjarðar þegar Svanhildur var sjö ára.

Hún lauk skólagöngu á Siglufirði og nam síðan í húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði.

Hún flutti til Vestmannaeyja árið 1969 og giftist Róberti Sigurmundssyni húsasmíðameistara í Vestmannaeyjum árið 1971. Árið áður höfðu þau flutt saman til Noregs og búið þar saman í um eitt ár. Ófullgerð húsbygging þeirra við Stóragerði 7 í Eyjum fór undir ösku í gosinu 1973. Eftir heimkomuna til Eyja eftir gos byggðu þau sér hús við Höfðaveg og bjuggu þar í áratugi. En síðar, nokkrum árum eftir að Róbert veiktist, fluttu þau bæði til Garðabæjar.

Svanhildur og Róbert stofnuðu trésmiðjuna Börk í Vestmannaeyjum og verslunina Gallerý Prýði sem bauð fjölbreytt

...