Tíminn verður að leiða í ljós hvaða áhrif svartserkur, sæsniglategund sem nú hefur verið greind í setfjörum hér við land, mun hafa á umhverfið. Náttúrustofa Suðvesturlands hefur rannsakað útbreiðslu svartserks en stofnunin sérhæfir sig í vöktun á…
Sæsniglar Tveir svartserkir sjást á myndinni til vinstri en á myndinni til hægri eru eggjasekkir sæsnigilsins sem eru áberandi víða í setfjörum.
Sæsniglar Tveir svartserkir sjást á myndinni til vinstri en á myndinni til hægri eru eggjasekkir sæsnigilsins sem eru áberandi víða í setfjörum.

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Tíminn verður að leiða í ljós hvaða áhrif svartserkur, sæsniglategund sem nú hefur verið greind í setfjörum hér við land, mun hafa á umhverfið. Náttúrustofa Suðvesturlands hefur rannsakað útbreiðslu svartserks en stofnunin sérhæfir sig í vöktun á framandi tegundum hér á landi og heldur utan um vitneskju um þær. Fyrst fundust eggjasekkir svartserks við Sandgerði árið 2020 en dýrið hefur nú fundist víða á Vesturlandi og Vestfjörðum og í vikunni fundust svartserkir við Hrútafjörð og í Eyjafirði sem bendir til að útbreiðslan sé mjög hröð.

„Þetta er merkilegur fundur vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem þessi tegund finnst í Atlantshafi og henni hefur ekki verið lýst sem framandi tegund áður. Tegundin hefur áður verið bundin við Kyrrahaf á vesturströnd Norður-Ameríku þar sem

...