Samkeppniseftirlitið (SKE) og Hreyfill svf. hafa gert með sér sátt vegna háttsemi Hreyfils sem fólst í því að banna leigubifreiðastjórum sem eru í þjónustu hjá Hreyfli að nýta sér þjónustu annarra leigubifreiðastöðva.

Í sáttinni felst að Hreyfill mun ekki hindra að leigubifreiðastjórar sem keyra fyrir stöðina nýti sér jafnframt aðra þjónustuaðila sem sinna leigubifreiðastjórum. Auk þess mun Hreyfill gera aðrar nauðsynlegar breytingar á annars vegar samþykktum félagsins og hins vegar stöðvarreglum þess til að tryggja samræmi við þær skyldur sem hvíla á Hreyfli samkvæmt samkeppnislögum. Með sáttinni lýkur rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Hreyfli.

Upphaf málsins má rekja til kvörtunar frá Hopp leigubílum ehf. þar sem kvartað var undan háttsemi Hreyfils. Vegna erindis Hopp tók Samkeppniseftirlitið bráðabirgðaákvörðun þar sem Hreyfli var gert að láta af háttseminni, segir á vef eftirlitsins.

Var það mat SKE að í háttsemi Hreyfils fælist sennilegt brot bæði

...