Norræn gufubaðsmenning festir sig sífellt meira í sessi á Íslandi og færist í vöxt að einstaklingar fái sér sánaklefa út í garð eða inn á heimilið. Þá er heimsókn í gufubað orðin fastur liður í sundlaugarferðum ýmissa og hin mörgu baðlón landsins státa sömuleiðis af fjölbreyttum gufuklefum
Bað Páll S. Kristjánsson framkvæmdastjóri Sauna segir að viðskiptin hafi aukist um 20% árlega síðan 2014.
Bað Páll S. Kristjánsson framkvæmdastjóri Sauna segir að viðskiptin hafi aukist um 20% árlega síðan 2014. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Norræn gufubaðsmenning festir sig sífellt meira í sessi á Íslandi og færist í vöxt að einstaklingar fái sér sánaklefa út í garð eða inn á heimilið. Þá er heimsókn í gufubað orðin fastur liður í sundlaugarferðum ýmissa og hin mörgu baðlón landsins státa sömuleiðis af fjölbreyttum gufuklefum.

Leiðandi fyrirtæki í þessum geira er Sauna á Smiðjuvegi 1 í Kópavogi.

Páll Kristjánsson, eigandi og framkvæmdastjóri, vill aðspurður í samtali við Morgunblaðið ekki tala um vakningu í þessum efnum heldur sé um stigmagnandi vöxt að ræða. „Þetta hefur vaxið stig af stigi síðastliðin tíu ár, eða frá því að ég seldi Vatnsvirkjann árið 2014. Þá tók ég með mér umboðið fyrir sænska gufubaðsmerkið Tylö. Fljótlega í

...