„Það vill þannig til, án þess að það sé beinlínis þema leikársins, að hinseginleikann ber á góma í mjög mörgum verkum sem við tökum til sýninga. Annaðhvort sem áhrifavald söguframvindunnar, nú eða alls ekki, því árið er 2024 og við eigum orðið …
Sól í hjarta, sól í sinni Brynhildur lofar því að þrátt fyrir sólarleysið í sumar skíni sólin ávallt í Borgarleikhúsinu.
Sól í hjarta, sól í sinni Brynhildur lofar því að þrátt fyrir sólarleysið í sumar skíni sólin ávallt í Borgarleikhúsinu. — Morgunblaðið/Eggert

Viðtal

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Það vill þannig til, án þess að það sé beinlínis þema leikársins, að hinseginleikann ber á góma í mjög mörgum verkum sem við tökum til sýninga. Annaðhvort sem áhrifavald söguframvindunnar, nú eða alls ekki, því árið er 2024 og við eigum orðið verk þar sem samkynhneigð persónanna er ekki það sem sagan hverfist um heldur eðlilegur hluti af venjulegu fjölskyldumynstri. Hinseginleikinn fær því sitt pláss, sem er mikið gleðiefni, en fjölskyldan er hins vegar leiðarstefið. Hvað er það að vera fjölskylda og hvernig eru fjölskyldur samsettar?“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússtjóri spurð út í komandi leikár. Nefnir hún sem dæmi leikritið Óskaland, þar sem annar sonurinn er samkynhneigður þó að verkið snúist ekki um það. „Á móti má svo spegla Kött

...