Góðan gest bar að garði í liðinni viku með eintök af blaðinu Hreppamanninum. Bjarni Guðmundsson bóndi í Hörgsholti í Hrunamannahreppi gaf út þetta sérstæða rit, sem er að mestu í bundnu máli. Á forsíðu fyrsta tölublaðs sem kom út árið 1956 er þessi…

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

•Kveðjur og ábendingar vel þegnar, ekki síst í bundnu máli.

Góðan gest bar að garði í liðinni viku með eintök af blaðinu Hreppamanninum. Bjarni Guðmundsson bóndi í Hörgsholti í Hrunamannahreppi gaf út þetta sérstæða rit, sem er að mestu í bundnu máli. Á forsíðu fyrsta tölublaðs sem kom út árið 1956 er þessi vísa:

Hreppamaður heitir blað –

hendingar og ræður.

Kæru vinir kaupið það

konur, menn og bræður?

Bjarni naut lítillar menntunar í æsku, en var sagður ákaflega greindur og listhneigður vel. Innra með honum bjó alla tíð þrá til ritstarfa og lét hann drauminn rætast

...